Foreldrar - Hvert get ég leitað?
Leikskóli

Leikskólakennari fylgist með og hlúir að börnunum eftir þeirra þörfum.
Mikilvægt er að upplýsa leikskólakennara teljir þú barnið þitt vera í samskiptavanda eða lagt í einelti.

Deildarstjóri skal tryggja að hvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og sérkennslu eftir þörfum.
Teljir þú þig ekki fá viðunandi aðstoð frá leikskólakennara er hægt að leita til deildarstjóra.

Leikskólastjóri ber ábyrgð á rekstri skólans og skal sjá til þess að hann sé rekinn samkvæmt lögum og reglum.

Aðstoðarleikskólastjóri er aðstoðarmaður leikskólastjóra og staðgengill hans.

Teljir þú þig ekki fá viðunandi aðstoð frá deildarstjóra er hægt að leita til aðstoðarleikskólastjóra eða leikskólastjóra.

Fræðsluskrifstofa stýrir skólastarfinu í sveitarfélaginu og er fræðslustjóri eða annar starfsmaður þar næsti yfirmaður skólastjóra. Heiti deildar/sviðs er misjafnt (menntasvið, skóla- og frístundasvið, menningarsvið, fræðslunefnd o.fl.), en það ætti að vera aðgengilegt á heimasíðu.

Teljir þú þig ekki fá viðunandi aðstoð frá leikskólastjóra og/eða aðstoðarleikskólastjóra er hægt að leita til fræðsluskrifstofu.