Fagfólk

Sért þú búin/n að leita aðstoðar eftir þeim verkferlum sem í gildi eru innan þíns skóla og/eða sveitarfélags, án árangurs, er ráð að leita til eftirfarandi aðila:

Fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum veitir almenna ráðgjöf, leiðbeiningar og upplýsingar um eineltismál. Teljir þú þig ekki fá viðunandi lausn innan skólans eða sveitarfélagsins má vísa máli til fagráðsins.

Umboðsmaður barna vinnur að bættum hag barna. Eitt af hlutverkum embættisins er að leiðbeina um þær leiðir sem eru færar innan stjórnsýslu og hjá dómstólum.

Heimili og skóli býður upp á fræðslu og ráðgjöf fyrir foreldra, m.a. varðandi bekkjarstarf og skólamál almennt.

Félagsráðgjafar eru starfandi í flestum sveitarfélögum og geta þeir veitt ráðgjöf og upplýsingar varðandi þau úrræði sem í boði eru í þínu sveitarfélagi.

Sjálfstæðir meðferðaraðilar/ráðgjafar geta veitt ráðgjöf og aðstoð varðandi líðan og samskiptavanda, t.d. sálfræðingar, fjölskyldufræðingar, félagsráðgjafar o.fl.

Hjálparsími og netspjall Rauða krossins er opið allan sólarhringinn og þar er hægt að fá sálrænan stuðning, upplýsingar og ráðgjöf. Ekki þarf að gefa upp nafn og fullur trúnaður ríkir.