Vellíðan

Þú átt rétt á því að líða vel!

Öll börn eiga rétt á því að líða vel, hvort sem það er í skólanum, heima eða í tómstundum. 

Ef þér eða einhverjum líður illa er mikilvægt að láta einhvern fullorðinn vita, t.d. kennara eða foreldra, svo hægt sé að veita aðstoð.

Ýmislegt er hægt að gera fyrir börn sem líður illa og það eru margir sem geta aðstoðað. En til þess að fá aðstoð verður einhver fullorðinn að vita af því. Foreldrar, kennarar, námsráðgjafar, skólastjórar og allir sem vinna með börn þurfa samkvæmt lögum sem gilda á Íslandi að bregðast við þegar barni líður illa.

Ef þú vilt fá aðstoð eða hefur áhyggjur af einhverjum öðrum, láttu þá einhvern fullorðinn vita.

Ef þú veist ekki við hvern þú átt að tala, smelltu þá á hafa samband.