Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs. Starfssvið samskiptaráðgjafa nær til allrar skipulagðrar starfsemi íþrótta- og æskulýðssamtaka sem starfa á grundvelli æskulýðslaga og aðila sem gera samning við mennta- og barnamálaráðuneytið. Allir sem sækja skipulagðar æfingar eða félagsstarf á landinu geta leitað til samskiptaráðgjafa varðandi einelti eða ofbeldi sem þeir telja sig hafa orðið fyrir í sínu íþrótta- eða æskulýðsstarfi.

STOPP OFBELDI – fræðsluefni um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreiti.

Heimili og skóli veitir foreldrum, foreldrasamtökum og skólum um allt land stuðning og ráðgjöf. Á vef þeirra má finna fjölbreytt efni um foreldrastarf. 

Góð ráð til að draga úr útilokun og einelti á netinu og utan þess – fyrir foreldra.  Evrópuráðið. Þýtt af Heimili og skóla.

Góð ráð til að draga úr útilokun og einelti á netinu og utan þess – fyrir kennara.  Evrópuráðið. Þýtt af Heimili og skóla.

Saft –  Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og ungmenna á Íslandi

112.is – Á vefsíðunni má m.a. nálgast upplýsingar um ýmis úrræði sem eru til staðar ef þig vantar ráðgjöf, hvort sem það er vegna þína eða einhvers sem þú þekkir.

Handbækur um öryggi og velferð barna í leikskólum og grunnskólum. Unnar í samvinnu mennta- og barnamálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Markmið þeirra er að vera til stuðnings við gerð öryggishandbókar, öryggisáætlana og viðbragðsáætlana fyrir skóla. 

Umboðsmaður barna er opinber talsmaður barna og vinnur að því að tekið sé fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna barna. Á vefsíðu umboðsmanns má finna margar gagnlegar upplýsingar

Vinátta er forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti ætlað leikskólum, yngsta stigi grunnskóla og dagforeldrum. Verkefnið felst í útgáfu námsefni sem ætlað er börnum, foreldrum og starfsfólki.

Heilsueflandi grunnskóli er verkefni á vegum Embættis landlæknis. Heilbrigði og velferð er einn af sex grunnþáttum menntunar. Heilsueflandi grunnskóla er ætlað að styðja skóla í að vinna markvisst að heilsueflingu í starfi sínu. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. 

Heilsueflandi framhaldsskóli er verkefni á vegum Embættis landlæknis. Heilbrigði og velferð er einn af sex grunnþáttum menntunar. Þátttaka í Heilsueflandi framhaldsskóla styður skóla í að innleiða þennan grunnþátt í öllu sinu starfi.

Ofbeldi gegn börnum, hlutverk skóla og Ofbeldi á heimili með augum barna.