Fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum

Fagráð eineltismála veitir ráðgjöf, leiðbeiningar og upplýsingagjöf í eineltismálum og hægt er að vísa málum til fagráðs sem ekki hefur tekist að leysa á vegum skóla og sveitarfélags eða vegna aðgerðaleysis sömu aðila. 

Mál sem er vísað til fagráðsins eru skoðuð og metin og tekin til vinnslu fagráðs að uppfylltum skilyrðum um málsmeðferð. Fagráðið tekur á málum nemenda í grunn- og framhaldsskólum og til þess geta leitað nemendur, foreldrar/forráðamenn, starfsfólk skóla og aðrir sem starfa með börnum í skóla-, frístunda- eða tómstundastarfi sem er á vegum skólans.

Fagráð eineltismála starfar á ábyrgð mennta- og barnamálaráðuneytis og umsýsla þess er hjá Menntamálastofnun. 

Þú getur haft samband vegna ráðgjafar hér eða sent fyrirspurn á [email protected]

Nánari upplýsingar um fagráðið má finna hér á heimasíðu Menntamálastofnunar.