Leikskólakennari fylgist með og hlúir að börnunum eftir þeirra þörfum. Hann vinnur náið með foreldrum og skipuleggur daglegt starf í samstarfi við deildarstjóra.
Deildarstjóri skal tryggja að hvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og sérkennslu eftir þörfum. Ber ábyrgð á upplýsingaflæði til foreldra um þroska, stöðu og líðan barnsins og um það sem fram fer á deildinni án þess að brjóta trúnað gagnvart öðrum börnum.
Aðstoðarleikskólastjóri er aðstoðarmaður leikskólastjóra og staðgengill hans en saman bera þeir ábyrgð á rekstri skólans skv. lögum og reglum. Hann sinnir foreldrasamstarfi og situr foreldrafundi ef þess þarf.
Leikskólastjóri ber ábyrgð á rekstri skólans og skal sjá til þess að skólinn sé rekinn samkvæmt aðalnámskrá og stefnu sveitarfélagsins. Hann er einnig faglegur leiðtogi skólans.