Verkferill máls


Aðilar skólasamfélagsins (foreldrar og forráðamenn nemanda, nemandi, starfsfólk skóla, stjórnendur skóla), auk annarra aðila sem starfa með börnum í skóla-, frístunda- eða tómstundastarfi, óskað eftir aðkomu fagráðs ef ekki tekst að finna fullnægjanda lausn, innan skóla eða sveitarfélags, þrátt fyrir aðkomu starfsfólks skóla og sérfræðiþjónustu sveitarfélaga. Sömu aðilar geta jafnframt vísað máli til fagráðs vegna meints aðgerðaleysis skóla eða sveitarfélags.
Farið er með öll mál sem trúnaðarmál.

  1. Vísun máls til fagráðsins skal vera skrifleg á þar til gerðu eyðublaði sem er á vefsíðunni gegneinelti.is. Ef foreldri treystir sér ekki til að skila inn skriflegri greinargerð getur starfsmaður fagráðsins skráð niður málavöxtu í gegnum síma eða boðið upp á viðtal.
  2. Starfsmaður í samráði við fagráð metur hvort að mál heyri undir ráðið.
  3. Heyri mál ekki undir fagráð skv. verklagsreglum vísar starfsmaður máli til réttra aðila eftir eðli máls í samráði við fagráð.
  4. Heyri mál undir fagráð er það lagt fyrir á fundi ráðsins og tekið til efnislegrar meðferðar.
  5. Starfsmaður óskar eftir nauðsynlegum gögnum frá málsaðilum í samráði við fagráð.
  6. Fagráðið boðar viðeigandi aðila á fund sinn, ef þurfa þykir.
  7. Fagráðið leggur mat á framkomin gögn, dregur ályktanir af fengnum upplýsingum og gefur út ráðgefandi álit í málinu. Álitið inniheldur mat fagráðsins á málinu og hvernig það hefur verið unnið fram að þeim tímapunkti sem því var vísað til ráðsins og ráðleggur um tillögur til úrbóta. Ráðgefandi álit er kallað svo sökum þess að skólanum er ekki lagalega skylt að fara eftir því, en það er æskilegt með hagsmuni barnsins/þolanda að leiðarljósi. Álitið er sent málshefjanda og afrit er sent málsaðilum og mennta- og menningarmálaráðuneyti.
  8. Eftirfylgni er viðhöfð innan árs frá útgáfu ráðgefandi álits. Athugað er hvernig gengið hefur að fara eftir þeirri ráðgjöf í málinu sem álitið inniheldur og gerðar viðeigandi athugasemdir ef þurfa þykir.